Átti alveg ágætis dag í gær. Fór í óvissuferð með vinnunni og það var frábært. Byrjuðum á að kíkja á kirkjuna að Bessastöðum og svo var ferðinni heitið á Suðurnesin. Fórum í hellaskoðun sem var frábært og ótrúlegt að ég suðurnesjamaðurinn hafi ekki gert þetta fyrr. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Svo kíktum við á Saltfiskminjasafn í Grindavík og fengum líka að borða. Þegar þessu var lokið var ferðinni heitið til Keflavíkur og þar í Duus húsi tók á móti okkur ekki ómerkari maður en Rúnni Júll og tók nokkur lög fyrir okkur. Ég skal nú viðurkenna það að ég hef nú aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi, en Rúnni stóð sig frábærlega og sannaði það fyrir mér að hann er töffari og kann sitt fag. Ég stend leiðréttur.

Þar sem að ég var nú kominn til Kef og okkur boðið í Eurovision teiti hjá Ragga og Mundu þá varð ég eftir og rútan trillaði í bæinn með vinnufélagana. Ég hringdi svo í Sólrúnu og hún brunaði suður með gengið.

Euroteitið var verulega fínt og fengum við karlpeningurinn smá næði til að hlusta á 80's og drekka þetta fína Polignac Koníak. Einstaka truflun átti sér stað þegar píurnar voru að glápa á kassann og ekki laust við píkuskræki frá tveim elstu þegar hollenska framlagið steig á svið.
Jónsi stóð sig með ágætum en hann fær ekki mörg stig fyrir "Thank youið" sem hann sendi í lokin og held ég að hann hafi endanlega rölt út úr skápnum þar.

En sem sagt frekar góður dagur í alla staði og þakka ég bæði fyrirtækinu fyrir ferðina og Ragga, Mundu, Steina, Guðrúnu og börn fyrir samveruna um kvöldið.

kv.

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur